27.10.2009 | 17:34
Gúmmímjólk
Í Svíþjóðarferð minni í síðustu viku sagði Ragnar við mig: Þú verður að prufa þetta" og benti á Långfil fernu í mjólkurkælinum. Ég spurði hvað þetta væri og hann sagðist ekki geta lýst því, ég yrði bara að prufa þetta sem ég og gerði.
Daginn eftir prufaði ég réttinn og opnaði fernuna og byrjaði að hella á disk en ekkert gerðist, ekki fyrr en fernan var komin á hvolf og ég kreisti fernuna þá kom smá slurkur úr fernunni og rann mjög hægt niður, hálfpartinn eins og mjög þykkt síróp eða ég veit ekki hvaða vöru ég að bera saman við þetta. Síðan bragðaðist þetta ágætlega nema áferðin var mjög spes, hálfpartinn eins og loftkennt jógúrt og þetta hélst alveg í skeiðinni þó maður snéri henni á hvolf. Mjög spes allt saman eins og Ragnar sagði.
Skv. upplýsingum Arla er Långfil eins konar hleypt mjólk sem þarf sérstaka sýringu og langan þroska. Hún hefur vægt sýrustig og örlítið beiskt bragð og áferðin er sterk og samhangandi - löng. Seigfljótandi áferð.
Fann þetta myndband fyrir þá sem vilja sjá Långfil á mynd.
Um bloggið
Rafraus Eyjólfs
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá, hvað þetta er spes! En eigum við eitthvað ræða það að velja að hafa endilega grenjandi krakka í bakgrunninum?
heidaa (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 12:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.