Does EUROP taste well?

Frá Noregsríki er allt bærilegt að frétta. Hef ekki lent í neinum stórkostlegum uppákomum uppá síðkastið nema ef vera skyldi bréfsendingar NAV (norsku heilsugæslunnar) til mín. Þannig var, að eftir allt þetta lykilorðadót sem ég lýsti í þar síðasta pistli komst ég inná mína síðu hjá norsku heilsugæslunni. 21. október fæ ég síðan bréf frá þeim að ég sé ekki með heimilislækni sem ég og vissi, enda skráði ég mig þarna inn til að velja lækni. 22. október fæ aftur sent nákvæmlega eins bréf frá NAV en það sem meira er fékk einnig annað bréf frá þeim sama daginn um að ég væri kominn með fastlækni sem býr hér í Ási. Ekki veit hvers vegna þeir sendu mér tvisvar sinnum sama bréfið.

Svosem ekkert slæmt að fá póst, það sem maður vill ekki nota virkar sem ágætis íkveikiefni þegar kynda þarf kofann, heldur kalt hérna stundum. Þegar ég vaknaði einn morguninn sýndi hitamælirinn hér inní herberginu 10°C og það var fjandi kalt að fara framúr, stendur núna í 16°C, held samt að það sé heldur hlýrra hér, allavega er ég ekki skjálfandi.

Er þessa stundina að vinna í verkefni um frjósemisþætti á músum, afskaplega lítið spennandi að lesa sér til um það en maður ræður víst ekki öllu því sem maður þarf að læra. Þarf einnig að vinna að öðru verkefni en get það ekki sökum þess að tölvuforritið sem til þess þarf fór í mótmælaverkfall og á ég ekki von á að tölvumenn skólans kippi því í lagi fyrr en í fyrsta lagi á morgun, jafnvel ekki fyrr en á þriðjudag/miðvikudag. Hér er hlutunum ekki reddað 1, 2 og bingó. Varð aðeins pirraður yfir þessu þar sem ég þarf að halda kynningu á verkefninu á þriðjudag, en ég tala þá bara um eitthvað annað en þær niðurstöður sem ég ætlaði að reikna.

Síðan held ég að fólk sé ekki með öllum mjalla út af nokkrum útigöngukindum á Íslandi. Þetta er ekki vitund villifé í mínum augum, heldur afkomendur vestfirskra eftirlegukinda sem hafa tímgast þarna í nokkur ár. Kindanna vegna er betra að fella þær heldur en láta horn þeirra vaxa óáreytt í kjálka þeirra eða beinbrot gróa vitlaust saman þegar þær renna til í skriðunum, finnst umræðan jafnast á við að nokkrum fatlafólum eins og Megas lýst svo vel væri sleppt óáreittum í miðbæ Reykjavíkur. Hvað yrði það látið viðgangast lengi?

En fyrir þá sem enn eru að velta fyrirsögninni fyrir sér þá barst kynbótaskipulagið á Íslandi í tal við Tormod um daginn þegar hann var að hjálpa mér með gagnasafnið í HFA301. Ég sagði sem svo að kynbætur hefðu undangengin ár snúist sem mest um að bæta gerðina í sláturlömbum og hann spurði mig á móti þessara gullnu setningar, ég gat lítið sagt. En vissulega er það rétt sem hann sagði að rétt fitusamsetning í kjöti væri það sem mestu máli skipti uppá bragðgæði en ekki sem mestir vöðvar, þó þetta haldist í hendur.

Síðan má náttúrlega snúa setningunni uppá þjóðfélagsumræðuna og þá er mitt svar NEI eða með smá breytingu uppá vestfirsku útilegukindurnar, hugsa að þær muni bragðast ágætlega, allavega er það reynsla mín til þess af íslensku ær og hrútaketi.

En þar til næst, hafið það gott .........................................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband