og žaš rignir ...

og rignir og rignir og rignir og rignir og rignir meira og svo er jafnvel komiš svartamyrkur į žessum tķma dags. Allt öšruvķsi hér ķ śtlandinu, held ég kunni betur viš kuldann į Ķslandi į žessum įrstķma eša hitann į Nżja-Sjįlandi žegar ég var žar fyrir 2 įrum, allavega er žetta vešurfar mun leišinlegra en ég į aš venjast. Vonandi skįnar žaš eftir jól žegar kemur meiri snjór og veršur kaldara, vona aš žaš lķkist meira ķslensku vešurfari en žessi rigning alltaf hreint. Ég vil hafa snjókomu ķ nóvember, frekar en rigningu.

Talandi um myrkriš, sem veršur enn meira žegar jöršin er svona auš og drungalegt yfir aš lķta. Žį held ég aš Noršmenn tķmi varla aš splęsa pening ķ almennilega götulżsingu. Ķslendingar eru žar mun framar, žaš eru ekki einu sinni stikur į žjóšvegi hér, žannig aš ef mašur mętir elg śt ķ skógi (t.d. į leišinni Ås-Ski), žį bara óheppinn žś. Jįkvęši hluturinn viš žetta er žó sį aš noršmenn lżsa götur sķnar meira upp en Svķar, sem segir allt sem segja žarf um ESB. En žetta er kannski lykillinn aš norręnni velferš aš spara peningana sem mest og byggja upp mikla sjóši. Sjįum til hvernig til tekst aš skapa norręnt velferšarkerfi į Ķslandi, af fréttum aš dęma eru nokkrar įgętar hugmyndir en ég held aš fleiri séu vanhugsašar og muni draga mikiš śr velferš į Ķslandi.

Svo mašur haldi nś įfram aš finna ašeins aš Noršmönnum, žį finnst mér žeir nota ķžróttablys full til mikiš. Į leiš minni ķ skólann sem er įgętis labbitśr ca. 3 km ašra leiš, męti ég slatta af fólki. Mér finnst nįnast annar hvor mašur vera pśandi ķžróttablys ķ leit aš innri friš meš įvandbindandi ógeši. Žiš fyrirgefiš en reykingarmenn eiga enga samśš hjį mér žegar ég žarf aš anda óbeint aš mér reyk ķ tķma og ótķma. Mér finnst žetta ekki vera svona mikiš į klakanum, en kannski er ég bara svona mikill sveitamašur aš ég tek ekki eftir žessu žar, fatta žetta žegar ég žarf loksins aš bśa ķ mešalstóru sveitažorpi ķ Noregi ..... žetta hlżtur bara aš kosta norska rķkiš mikla peninga ķ heilbrigšiskerfinu įr hvert.

En svo viš tökum upp léttara hjal, žį gengur lķfiš bara sinn vanagang, nįmsbękurnar eru minnst spennandi efniš dag hvern eins og žaš hefur veriš til žessa ķ skólagöngu minni. Held žaš sé alltaf svoleišis. Žarf aš fara byrja į žvķ aš skrifa nįmsverkefniš ķ śtreikningaįfanganum, į aš vera eitthvaš um 10 bls į engilsaxneskri tungu, sem ég er afskaplega lélegur aš skrifa. Held ég sé kominn til rįšs viš lausnarmengi śtreikninganna žar sem ég er bśinn aš flękja žessa einföldu jöfnu hér y = Xb + Zu + e ķ y = Xb + Za + Zm + Zc + e žar sem ég tek genaįhrif męšra og sameiginlegs umhverfis męšra meš. Voša gaman allt saman, sérstaklega žegar mašur skilur svona flókna hluti eins og žennan hér:

C=       inv([X'*X X'*Z1 X'*Z2 X'*Z3;

            Z1'*X Z1'*Z1+Ai*k(1,1) Z1'*Z2+Ai*k(1,2) Z1'*Z3;

            Z2'*X Z2'*Z1+Ai*k(1,2) Z2'*Z2+Ai*k(2,2) Z2'*Z3;

            Z3'*X Z3'*Z1 Z3'*Z2 Z3'*Z3+eye(336)*k(3,3)])

Gagnasafniš sem ég vinn meš snżr aš fallžunga Įsgaršsdilkanna ķ haust og er nišurstašan śr žessu dęmi voša margar tölur (3309 ef ég man rétt). Get žó upplżst žaš aš Skugga-Sveinn Grįnason er bestur śt frį žessari nišurstöšu meš alveg 154 ķ BLUP einkunn (žegar bśiš er aš stašla matiš) sem ég held aš verši aš teljast bżsna gott. Eitthvaš hefur hann fundiš į sér nafni hans, gušfaširinn śr Hornafirši sem taldi mér trś um aš lįta hann lifa haustiš 2007. Sé ekki eftir žvķ. Best aš halda įfram aš skrifa........


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Žaš er heppilegt aš Skugga-Sveinn og hans afkvęmi lķkjast ekki hinum Hornfirska gušföšur hvaš holdafar varšar. Enda er hans byggingalag lķkara forystufé.

En žaš veršur nś aš teljast vera sęmileg rigning žarna į erlendri grundu fyrst aš reynsla žķn af Borgfirsku haustvešri stenst ekki samanburš.

Einar Kįri (IP-tala skrįš) 17.11.2009 kl. 15:47

2 identicon

Jį žetta er merkilegt meš götulżsinguna - žetta snżst nefnilega um forgangsröšun hjį norsurunum, ég fór įšan śt aš hlaupa ķ žreifandi myrkri mešfram lestarteinunum, fór žar yfir brś og lenti śti ķ skógi žar sem var žessi fķni upplżsti stķgur ętlašur fyrir hlaupandi og gangandi fólk og svo žegar veturinn kemur žį er žarna trošin skķšabraut.... Minni į aš žaš eru ekki upplżstar hlaupaleišir fyrir Hvanneyringa og mér lķkar betur viš logniš sem er meš rigningunni hér ķ Norge heldur en roksins sem er meš rigningunni į Hvanneyri

Heyršu žaš er svo alltaf til nóg af góšu kaffi hér

Sigga Jślla (IP-tala skrįš) 17.11.2009 kl. 17:11

3 identicon

Žakka žér fyrir skemmtilega pistla Eyjólfur, alltaf gaman aš fylgjast meš žvķ sem gamlir nemendur manns eru aš gera, sérstaklega žegar vel gengur. En žaš er örugglega góš og skemmtileg reynsla aš bśa erlendis, hafšu bara gaman aš žvķ. Bestu kvešjur

Kristjįn Gķslason (IP-tala skrįš) 17.11.2009 kl. 23:44

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Jan. 2025
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frį upphafi: 0

Annaš

  • Innlit ķ dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir ķ dag: 0
  • IP-tölur ķ dag: 0

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband