og það stytti upp ...

þó ekki nema í einn dag, það var bara sól hér í Ási í gær, merkilegt. Þó stóðst reglan um reglufasta veðurfarið ekki, nei það var komið drungalegt veður aftur í dag. Í tilefni þess skrapp ég með Hauki á landbúnaðarsýninguna Agroteknikk í gær. Er sú sýning öll mikið minni að umfangi en t.d. Agromek sýningin. Allavega var sýningarsvæðið minna, þó svo að það hafi verið býsna stórt. Mestmegnis voru vélar til sýnis þarna en eitthvað var þó um önnur landbúnaðartæki. Steig uppí nýjustu gerðina af JCB dráttarvél og já ... hún líkist eiginlega meira geimskipi að innan en dráttarvél. Held allavega að ég myndi ekki vinna mikið á henni, er það ekki einum of þegar menn eru komnir með tölvuskjá til að sýna hvað sé fyrir framan dráttarvélina. Hugsa að ég myndi frekar notast við nýjustu gerð af Zetor sem var þarna til sýnis, þó hún hafi verið frekar frumleg miðað við hina en samt brúkleg til flestra dráttarvélarverka. Haukur hafði þó á orði að hann myndi sennilega segja upp vinnu ef hann þyrfti að vinna á slíkri vél. Zetor má þó eiga það að þeir hafa ekki minnkað stýrishúsið á vélum sínum, það er enn jafnstórt.

Álit mitt á norska kerfinu hefur ekki aukist síðan í síðustu viku, hvað er fólk að kalla yfir sig heima á Íslandi með þessari ríkisstjórn, sem skýlir sér bak við norræna velferð, mér er spurn. Fór með Ragnari á föstudaginn að endurheimta tölvuna hans úr viðgerð hjá Apple umboðinu. Þið lásuð rétt, Apple tölva bilað, svo margir sem dásama það merki, jafnvel ég. En það var líkt og áður með þessa Norðmenn að þeir gefa misvísandi skilaboð svo þetta var fýluferð og tölvan ekki enn komin úr viðgerð, sjálfsagt hafa þeir sent hana til Tromsö í staðinn fyrir Ski, segi nú bara svona.

Síðan á landbúnaðarsýningunni í gær, þá lögðum við á bílastæði sem menn leiðbeindu okkur á með því að baða höndunum út í allra áttir. Ekki tókum við eftir svona hvítum kassa þar sem hægt var að fá bílastæðamiða í ákveðinn tíma. Hef Norðmenn grunaða um fela þá viljandi. Nema þegar við komum út af sýningunni þá er svona fallegur gulur mið á rúðunni sem tjáði okkur að bílnum væri lagt ólöglega og þyrfti að greiða sekt. Og hvað haldið þíð nú að svona sekt sé há í Noregi. 570 NOK eða rúmlega 13.000 kall m.v gengi dagsins. Veit svosem ekki hvað svona sektir eru háar á Íslandi í dag en ég hef einu sinni fengið stöðumælasekt og hún var uppá 500 kall, sem er smáaur í samanburði við þetta.

En svona fara Norðmenn að, taka gjald fyrir allt og það ríflegt. Hef mikið velt fyrir mér bréfi sem ég fékk frá bankanum í vikunni en ég var semsagt að millifæra húsaleigu um daginn og hakaði við Kvitteringsoblat í heimabankanum í þeirri trú að þeir myndu senda leigusalanum kvittun. Svo er víst ekki, ég fékk senda kvittun til mín sem er prentuð á svona A4 límmiðaörk og nokkrir minni límmiðar á henni líka með greiðsluupplýsingum sem ég hef bara ekki grænan grun um hvað ég eigi að gera við. Spurning um að fara föndra eitthvað, t.d. jólaskraut með svona bankalímmiðum, hver veit .........................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er allt mjög einkennilegt einkarekin bílastæði (man ekki hvað fyrirtækið heitir en það malar gull)....í velferðarlandinu Noregi - stemmir ekki alveg.

Sigga Júlla (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 14:02

2 identicon

Nú fyllist ábyggilega athugasemdakerfið hjá þér af reiðum Hvanneyringum...

....EN að mínu mati voru mestu framfarirnar í búskap hjá pabba þegar hann seldi helvítis Zetor drusluna og verslaði New Holland.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband