Þetta er einn af þessum dögum

sem maður kemur ekki nokkrum sköpuðum hlut í verk, finnst þeir reyndar vera orðnir full margir hér úti en þetta er kannski svona í mastersnámi, maður kemst ekki heim til sín um helgar og verður því að finna eitthvað annað sér til dundurs. En nú þarf að fara læra, styttist í þessi próf sem ég fer í og það þýðir enn styttri tími í lendingu í Keflavík.

Sit þessa stundina og horfi á sjónvarpið með öðru auganu, þar er (gríðarlega spennandi) heimildarmynd í gangi, búinn að vera síðan 11 í morgun en í tilefni af 100 ára afmæli Bergenlestarinn milli Bergen og Osló var gerð heimildarmynd sem sýnir ferðalagið í rauntíma. Afskaplega sérstakt sjónvarpsefni, ég segi nú ekki meira. Sennilega svipað og ef Íslendingar gerðu heimildarmynd um strandsiglingar Eimskips.

Sem sauðfjárræktaráhugamaður fór ég að skoða heimasíðu Norsk Sau og Geit og fann þar norsku hrútaskránna, hún er mun viðameiri en sú íslenska sem prýðir sennilega náttborðin hjá flestum sauðfjárbændum þessa dagana. Jólabókin í ár. En fyrir þá sem langar að skoða þá norsku þá má finna hana hér http://www.nsgsemin.no/files/katalog_ver/seminkatalog_2009.pdf Norðmenn eru líka mun frumlegri í hrútanöfnum.

Síðan fór ég að spá í einu núna eftir að fréttir að hruni Dubai komu í liðinni viku. Ef manni dytti í hug að taka út alla peninga í heiminum sem taldir eru sem eign, væri það hægt. Hvað ætli sé stór hluti af hagkerfi heimsins það sem ég kalla froðuhagkerfi, uppþembdir peningar sem aðeins eru tölur á blaði? Held það sé mun hærra hlutfall en nokkur maður getur gert sér í hugarlund og þá spyr maður er eðlilegt að hagkerfi séu svona uppbyggð? Ef einhver hefur svör við þessu má hann gjarnan svara þessu ....

Síðan er það þetta blessað íslenska lífeyrissjóðakerfi, þarna eru heilu gullkisturnar sem ekkert má hreyfa við. Ég hef aldrei verið spurður um það hvort megi höndla með mína peninga í einhverjar áhættufjárfestingar til að ávaxta pening með misjöfnum árangri. Af hverju er ekki bara gegnumstreymiskerfi á Íslandi, þar sem þeir sem njóta ellilífeyris fái þann pening frá þeim sem eru vinnandi hverju sinni, í stað þess að leggja þetta í eitthvert gullsjóðakerfi sem fæstir skilja eitthvað í. Hvað er líka málið með að vera með þrjátíu og eitthvað lífeyrissjóð á Íslandi, væri ekki nær að vera bara með einn? Spurning um að stofna sinn eigin lífeyrissjóð til að höndla með þessa peninga sína. Maður væri þó viss um að fá peningana alla til baka í lokin, eða þá að einhver annar nákominn manni fengi þá. Hef aldrei skilið þetta kerfi og mun sennilega seint skilja það.

Best að hætta þessari þvælu og fara gera eitthvað að viti .................... lestin er kominn í Store Haremo göngin ætti að vera kominn til Osló eftir rúman klukkutíma .................... talandi um spennandi sjónvarpsefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Langaði einmitt að skoða norsku hrútaskránna, fyrst Jón Viðar var að veifa henni á hrútafundi um daginn. Þeir eru sannarlega frumlegri í hrútanöfnunum en nautanöfnunum.

Jóna Þórunn (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 14:57

2 identicon

"Nytt på nytt" á föstudagskvöldum er þrælskemmtilegur þáttur (NRK 1), þar sem spaugilegu hliðarnar á fréttum vikunnar eru umfjöllunarefnið....;)

Gangi þér vel við lesturinn.

Sigga Júlla (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband