Jólafrí

Jæja, þá er þessari fyrstu önn minni lokið hér við UMB. Alltaf gott að þegar eitthvað tekur enda, sérstaklega ný og krefjandi verkefni eins og þetta að nema utan Íslands. Skilaði löngu annarverkefni í HFA301 sem var námsmatið í þeim áfanga, einar 14 blaðsíður, hefði getað verið mun lengri en ekki leggjandi á nokkurn mann að lesa svo mikið um BLUP útreikninga. En ég get þó sagt að þetta var lærdómsríkur áfangi, eftir fyrsta tímann 1. september sl. langaði mig nú bara að skrá mig úr honum, þetta var svoddan latína fyrir mér, en þetta hafðist allt saman og ég mun telja mér trú um þar til annað kemur í ljós að ég fái ágæta einkunn, allavega samanborið við sum önnur verkefni. En þau voru líka um fiskakynbætur, ég er ekkert inní þeirri búgrein.

Það er hins vegar alveg merkilegt hvað maður fær aðra innsýn á suma hluti hér úti, hér er allur búskapur jafn, svín, kjúklingur, mjólk o.s.frv., meðan mér finnst margir Íslendingar tala þeim tóni að aðeins mjólk og kindur séu landbúnaður á Íslandi. Sannar sennilega þá kenningu mína að helsta ógn íslensks landbúnaðar er vanþekking Íslendinga á honum. Ástæðan fyrir þessu jafnræði hér er eflaust sú að Norðmenn er sjálfbærir um alla sína matvælaframleiðslu, það þurfa Íslendingar líka að verða, vonandi verður það eftir 20 ár. Það gerist hins vegar ekki með því andrúmslofti sem er heima og áróðri sem verið hefur undanfarin ár um að leggja íslenskan landbúnað niður vegna þess að hann sé óhagkvæmur, ég held að nær væri að leggja niður alla þá fræðinga sem sífellt eru að blaðra í útvarpið um að svo sé. (Lesist, flest allir hagfræðingar sem veita álit í fréttum og jafnvel sumir ráðherrar)

En nóg um pólitík, á þriðjudaginn mætti ég í mitt fyrsta próf hér úti, 3 ½ tíma próf í línulegri algebru, hér eru prófin í þríritum og verður maður að svar með kúlupenna og skrifa nokkuð fast svo lausnin sjáist á öllum eyðublöðum. Síðan þarf að sortera þetta allt rétt í hverja möppu fyrir sig, prófið gekk ágætlega að mínu mati og var ég fyrstur út, sem ég taldi mjög óeðlilegt þar sem ég var útlendingurinn í hópnum, sennileg skýring er að annað hvort er ég svona gáfaður eða Norðmenn lengi að skrifa.

Í gær mætti ég síðan í síðasta prófið, munnlegt próf í líffræðilegum gildum búfjárkynbóta. Prófið fór þannig fram að ég hafið lista yfir 13 mögulega spurningar sem ég gat dregið og síðan átti ég að tala um þessa spurning í hálftíma. Spurningin sem ég dró var um slátur- og kjötgæði, held ég að mér hafi tekist að svara henni allbærilega á minni fínu jollísku (sambland af ensku, norsku og táknmáli). Í lok prófsins spurði sensorinn mig hvort Magnús Jónsson og Sveinn Hallgrímsson væru ekki enn á Hvanneyri og ég þekkti þá, ég hélt það nú og sagði að það væri mjög gaman að fara í kaffi til Sveins. Urðu þau öll hálfhissa þarna inni og sagði Trygve Gjedrem (sensor) mér þá að hann hefði unnið með báðum á sínum tíma, ég sagði þá sem svo að það væri langur tími síðan þeir hefðu verið hér, eitthvað um 50 ára. Vangan, kennarinn var þá fljótur að leiðrétta og segja að Magnús hefði verið um 1970, hann hefði deilt með honum skrifstofu. Einn sem ekki vildi viðurkenna að hann væri svo gamall.

Hélt síðan uppá próflok í gær með því að skreppa í smá verslunarleiðangur til SKI og fá mér að borða á Kebabstaðnum sem þar er. Ligg síðan afvelta hér í sófanum eftir þríréttað veislumáltíð hjá Ingrid hér á efri hæðinni, en hún bauð okkur þremur hér í kjallaranum í mat.

Síðan er það bara Ísland á morgun og verð á klakanum til 6. janúar en þá byrjar baráttan á nýja leik hér úti. Ætla því að óska öllum lesendum þessarar síðu gleðilegra jóla og farsæls nýs árs, skrifa hér inn aftur þegar ég mæti til Noregs á nýja leik eftir um fjórar vikur .................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

God Jul!

Thea (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband