Er ég kannski undarlegur ...

trúlega, enda væri sá maður afskaplega skrýtinn sem hefði ekki sérstök áhugamál. Hef reyndar þó nokkrar áhyggjur af því að skóli og skólakerfi steypi öllum í sama form, þannig að fólk verð einsleitt og þeir sem vilja vera öðruvísi eru strax dæmdir skrýtnir, ofvirkir o.s.frv. Sú var tíðin að hver sveit á Íslandi átti sinn karakter sem hægt var að hafa gaman af vegna hugsanaháttar eða tilsvara, hins vegar hef ég áhyggjur af því að svo verði ekki eftir 2-3 áratugi vegna framangreinds atriðis skólanna að gera alla eins, þeir sem skera sig strax úr hópnum fá lyf eða eru vistaðir á viðeigandi stofnun til að halda einkennum í skefum.

Ástæða þess að ég setti þetta niður á blað er sú að ég fékk orð í eyra frá meðleigjendum mínum í gær þegar ég fann þessa heimasíðu hér með ýmsum veðurfarsupplýsingum um Ás. Spurðu þær hvers vegna ég væri að skoða þetta, veður er sennilega bara eitt af áhugamálum mínum og hefur verið frá æsku enda veðurathugunarstöð verið þar frá því ég var 8 ára. Þó sumir gestkomandi í Ásgarði hafi haldið að veðurstöðin væri fuglahús.

En hvað um það, í gær komst ég líka að því að gönguskíðaiðkun er bara fyrir dverga ekki stóra Íslendinga eins og mig. Fór semsagt á gönguskíðaleigu Siås og ætlaði að leigja mér skíði til að prufa þetta sport en nei þar var stærsta stærð af skóm svona þremur númerum og lítil á mína stóru fætur. Svo ég hugsa að ég láti þetta sport eiga sig, venjuleg ganga með tveimur jafnfljótum verður mitt sport í vetur og er bara fínasta hreyfing. Almennt eru Norðmenn þokkalega stórir og að jafnaði stærri en Nýsjálendingar en ég er sennilega bara of stór fyrir Noreg eins og ég var fyrir Nýja-Sjáland, samanber þessa tæplega tveggja ára gömlu færslu.

Annars hefur heldur dregið úr frostinu hér í Noregi og bara svona þægilega kalt hér núna, á bilinu 5 til 10 stiga frost. Sveiflan frá síðustu viku er samt næstum því eins og á sólarströnd, allavega er svefnherbergisglugginn ekki lengur hélaður að innan á morgnana. En að öðru, hef tvisvar síðustu vikuna farið í kaffiteríuna í Husdyrfag í hádeginu þar sem ég mæti stundum rúmlega 9 og er til 3 á daginn og ekki nennt að taka með mér nesti. Þar er t.d. boðið uppá vinsælt meðlæti Norðmanna, vöfflur sem eru góðar og standa alltaf fyrir sínu með rabbbarasultu og rjóma á Íslandi. Í grandavaraleysi mínu setti ég það sama og flestir Norðmenn á vöfflur í fyrra skiptið sem ég fór í kaffiteríuna og það geri ég ekki aftur, hverjum datt í hug að setja sýrðan rjóma á vöfflur ... ég bara spyr. Enn eitt dæmið um undarlegheit Norðmanna.

Best að fara undirbúa sig undir fyrirlestur dagsins sem mér sýnist á öllu að verði um hvernig lámarka eigi skyldleikarækt með því að velja foreldra saman hjá skoska kennaranum mínum, sem mér þótti heldur betur undarlegur eftir fyrsta tímann minn hjá honum. Hef hins vegar komist af því að það er kækur hjá honum að leggjast fram á borðið og liggja hálfhreyfingarlaus í smá tíma. En þar til næst hafið það gott.................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband