Skatteliste

Einn hlutur tíðkast hér í Noregi sem mér finnst bara af hinu góða en kapítalismar eru á móti en það er birting skatttekna og eigna hjá öllum íbúum landsins. Er þetta opið allt árið um kring á vel flestum vefsíðum í Noregi.

Eyjólfur tekjur NoregiFletti mér að gamni upp og tók afrit af þeim upplýsingum sem þá birtust. Er þetta sett upp á marga vegu en einnig hægt að gera ýmsan samanburð innan póstnúmers er jafnaldra á sama svæði.

Samkvæmt þessu yfirliti þénaði ég 257723 krónum minna eða rétt rúmum 5 milljónum íslenskra en nágrannar mínir í Ás á síðasta ári og átti um 349728 krónum minni eignir eða um 7 milljónum íslenskra króna. Þó kom ég ekki fyrr en í september 2009 til Noregs.

Og þessar tölur sýna svart á hvítu að það er ekki tekið út með sældinni að vera námsmaður í Noregi, eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Þetta eru furðu miklar upplýsingar.  Hvar eru allir kapitalistarnir í Noregi eiginlega ?

Eyjólfur Sturlaugsson, 16.11.2010 kl. 10:15

2 Smámynd: Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Vissulega eru þetta miklar upplýsingar en ég held að þetta sé aðalástæðan þess að launajafnrétti er eins og þar er hér í landi. Menn fylgjast vel með nágrannanum.

Síðan hafa nú Norðmenn meiri trú á Stoltenbergfjölskyldunni en  kapítalistunum, allavega verð ég lítið var við þá í umræðunni.

Eyjólfur Ingvi Bjarnason, 16.11.2010 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband