8.11.2007 | 06:14
Kominn til DUNEDIN
Jæja, ég hellti mér af stað út í vinstri umferðina í morgun. Var ekki ákveðin í því hversu langt ég myndi fara en stefna var tekin suður á bóginn. Stoppaði fyrst í borginni Timaru og fór þar inná McDonalds og fékk mér hamborgara í hádegismat. Hann var allt í lagi en ekkert til að hrópa húrra fyrir frekar en McDonalds á Íslandi. Ætlaði síðan að stoppa í Omaru en fann ekkert almennilegt stæði til að stoppa á þar þannig að ég hélt áfram í gegnum borgina. Stoppaði á ströndinni þar fyrir sunnan milli Katiki og Shaq Point. Tók þar nokkrar myndir sem ættu að vera hér einhversstaðar á síðunni og fékk mér nestið, en flýtti mér að éta það, því hænsnin og mávarnir sem voru þar gerðust svo ágeng við mig, vildu fá eitthvað að éta líka, flýtti mér bara inní bíl áður þessar fuglategundir voru farnar að slást um það sem ég missti niður. Held að stóri haninn hafi haft vinninginn.
Það er bara furðuauðvelt að keyra vinstra megin á vegin og venst furðu fljótt, held meira að segja að Vagn Kristjánsson hefði þorað að sitja í bíl með mér alla leiðina án þess að verða hræddur, bíllinn stóð sig vel, fór kannski ekkert of hratt upp brekkurnar hér fyrir utan Dunedin (svona eins og fara 5-6 sinnum upp Kambana) en hér er mjög hæðótt landslag. Hefði allavega ekki viljað hafa neinn með mér í bílnum þegar ég var að leita að móteli hér innanbæjar því bærinn stendur í mjög hæðóttu landslagi. (Hef ekki keyrt innanbæjar í meiri halla, ekki líkt Akureyri á neinn hátt, hún er bara slétt m.v. þessa borg) Ekkert asnalegt að skipta um gír með vinstri hendi, eina sem ég gerði oft vitlaust var að ég setti rúðuþurrkurnar oft á stað þegar ég ætlaði að gefa stefnuljós. Gerðist mjög oft innanbæjar.
Það var margt sem bar fyrir augu á leiðinni, sá mikið af kúm og það í massavís á sumum stöðum, sá líka eitthvað af sauðfé, sennilega myndi flestum Íslendingum þær hafa verið á þröngum haga. Veit ekki hvað ég mætti mörgum mjólkurbílum á leiðinni, þeir voru allavega margir. Sá meira að segja svona gamaldags baggabindivél í bænum Herbert, veit svosem ekkert hvort hún var virk eða ekki. Á öðrum hvorum akri voru síðan úðunartæki í gangi til að vökva gróðurinn, náði ekki mynd af svoleiðis en hlýt að rekast á svona aftur einhvern tímann seinna. Nýsjálensk vegagerð er ekkert frábrugðin þeirri íslensku, þ.e. þegar gert er við er bara slengt upp skiltum hér og þar, hraði minnkaður og þú verður að keyra milli vegavinnumannanna.
En er núna staddur á Farrys Motel í Dunedin og held áfram til Lawson Lea á morgun er sennilega rúmlega hálfnaður á leiðinni, keyrði 370 km í dag. Voða vinaleg kona í afgreiðslunni sem rukkaði mig um 120 NZ dollara fyrir gistinguna (ca. 6000 ISK). Þegar hún viss að ég væri frá Íslandi sagði hún mér að bróðir sinn væri þar og ynni í "Cheese factory in Selfoss", það hlýtur að vera Mjólkursamsalan og henni fannst ennþá merkilegra að ég hefði unnið hjá sama fyrirtæki á öðrum stað á landinu. Er heldur skárri í ökklanum núna en í gær, samt ekki góður, fínt mar komið út sem minnir einna helst á glóðaraugað góða sem ég fékk fyrir tæpu ári síðan, bara örlítið stærra.
Með kveðju frá Dunedin, Jolli KIWI (ætla fara finna mér einhvern veitingastað til að éta á.
Um bloggið
Rafraus Eyjólfs
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mín reynsla af rollum með framdrifi er að þær komast ekki hratt, en þú getur samt treyst því að þær komi þér á leiðarenda.
Gangi þér vel restina af leiðinni
Mbk
Vaggi
Vaggi (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 08:49
Sæll Eyjólfur
Ég held að þú hafir ætlað að skrifa Mótel (gistiheimili) en ekki Módel (fyrirsæta) en þetta kemur samt svolítið skemmtilega út.
"Hefði allavega ekki viljað hafa neinn með mér í bílnum þegar ég var að leita að módeli hér innanbæjar því bærinn stendur í mjög hæðóttu landslagi."
Eða ertu kannski bara að koma upp um þig og megintilgang ferðarinnar??????
Kv.
Seli
Seli (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 09:12
Gaman að finna eitthvað sameiginlegt með innfæddum eins og Cheese factory....
Birta (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 09:13
Ef kagginn hefur enst í öllum þessum brekkum og alla leiðina á áfangastaðþá hlýtur hann að endast út tímann þinn þarna í NZ. Góð kaup þarna! Vonandi að ökklinn verði góður sem fyrst. Er hann ekkert að há þér þegar þú ert að keyra?
Gaman að sjá þetta á svona myndrænuformi hjá þér, flottur bær. En já soldið grunsamlegt þetta módel og svo ertu rétt hjá Shaq Point? Ferðu þangað líka?
Kv.Halla
Halla (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 14:17
Vissulega átti þetta að vera mótel Seli en ekki módel. Eitthvað ruglast í stafsetningunni hér miðja vegu milli miðbaugs og suðurheimskautsins. Svo á þetta að vera Shag Point, ekki Shaq, veit ekkert hvar það er. En ég keyrði þar framhjá í gær.
Eyjólfur Ingvi Bjarnason, 8.11.2007 kl. 20:09
Sæll, Eyjólfur, og gaman að rekast á þig! Verð að fá að heyra ferðasöguna alla síðar meir, mig hefur lengi langað til andfætlinga vorra á Nýja-Sjálandi. Á þar reyndar gamlan skólabróður sem heitir Simon, þú skilar kveðju ef þú rekst á hann!
Helgi Már Barðason, 8.11.2007 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.