8.11.2008 | 19:21
Pæling
Þó ég sé orðinn hundleiður á fréttum af efnahagsmálum fór ég að pæla í því hvort menn hafi vitað að embætti viðskiptamálaráðherra yrði eitt veigamesta ráðuneytið á kjörtímabilinu þegar LITLA RÁÐUNEYTINU iðnaðar- og viðskiptamálaráðuneytinu var skipt upp við myndun síðustu ríkisstjórnar !
Spyr sá sem ekki veit
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.10.2008 | 19:32
Afkvæmarannsókn
Ég held barasta að sé kominn vetur ... sem er nú barasta ágætt.
Það segir manni að haustverkin séu að mestu búin, allavega er sláturtíðinni að mestu lokið, aðeins eftir að slátra þeim ám sem hafa lokið hlutverki sínu.
Því set ég hér inn niðurstöðurnar úr kjötmati og afkvæmarannsókn í Ásgarði í haust, er þokkalega sáttur nema að fitan er of mikil.
Vek sérstaka athygli á gráa hrútnum mínum Goða sem virðist hafa þó nokkra kjötgæðayfirburði þrátt fyrir að amma hans sé undan forystuhrút frá Langstöðum í Flóa en forystukindur geta seint talist góðar m.t.t. kjötgæða.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2008 | 13:30
Um miðjan október 2008 ...
... eru jólin víst á næsta leiti.
Allavega eru jólapiparkökur komnar í Bónus. Jólaölið hlýtur að fara að koma.
Mér finnst þetta nú fullsnemmt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.10.2008 | 18:47
Skemmtileg athugasemd
Fyrir sex árum var ég í Fjölbrautaskóla Vesturlands, þá skrifaði ég ritgerð í landafræði sem ég opnaði fyrir tilviljun áðan þegar ég var að leita að gömlu skjali í tölvunni.
Þá sagði ég:
Landbúnaður var ætíð með mikilvægustu atvinnugreinum hérlendis þar til komið var fram á 20. öld, er vélvæðing landbúnaðar hófst. Það segir manni að Ísland hafi verið þróunarland fram á tuttugustu öld, enda var þetta að mestu leiti sjálfsþurftarbúskapur. Ísland yrði nú hálfpartinn þróunarland aftur ef fiskurinn hyrfi úr sjónum.
Og í athugasemd frá kennara fékk ég:
Hva! Hefurðu ekki trú á Decode, Pharmco, Össur, Kaupþingi og Norðurál?
Skemmtileg athugasemd í ljós frétta undanfarna daga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.9.2008 | 09:31
Ekki breskt
Cadbury er ekki breskt fyrirtæki, heldur nýsjálenskt.
Innköllun þarf ekki að koma neinum á óvart þar sem nýsjálendingar afsetja stærri hluta mjólkurdufts síns á Asíumarkað og hverjir voru óprúttnu fjárfestarnir í barnamjólkurduftsmálinu um daginn, nýsjálendingar.
Annars eru Nýsjálendingar almennt gott fólk, hljóta að vera einhverjir af Norðureyjunni sem standa í þessu.
Cadbury innkallar súkkulaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2008 | 12:23
Að fara eftir markaðsduttlungum
Þessa dagana er ég að skrifa ritgerð og til þess er ég að grúska í gömlum blöðum og tímaritum. Rakst á bút í einni grein í Búnaðarblaðinu frá því fyrir 40 árum um Líflambaval.
Svo skaltu hafa þessi niðurlagsorð: Fjáreigendur á Íslandi verða alltaf að gæta þess að fara ekki eftir markaðsduttlungum. Þeir mega ekki láta þá hafa minnstu áhrif á sig. Þegar sauðasalan kom og breska gullið, þá breyttu Þingeyingar fé sínu, svo það varð drullufíngert, óhraust, vanhaldasamt, þurftafrekt og arðlítið á öðrum sviðum, sem við koma arðsemd fjárins, en lausholda kind, sem tekur mest á lifandi vigt, hefur mesta ókosti til að bera.
Af hverju nefni ég þetta hér? Oft hugsa ég um að hverju maður stefnir með kynbótum, núna stefna allir að því að framleiða fitulítið og vöðvamikið fé vegna þess að fyrir það fæst hærra verð en þegar flestir verða komnir á þann stall, hvað þá? Munu sláturleyfishafar þá ekki borga eitt verð fyrir allt kjöt og verðum við þá ekki finna okkur nýja stefnu/markaðsduttlung til að móta okkur að. Held að menn þurfi aðeins að íhuga þetta á næstu mánuðum og árum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2008 | 16:25
Klukk
Fjögur störf sem ég hef unnið við um ævina:
1. Safnvörður Byggðasafns Dalamanna
2. Mjólkurbílstjóri hjá Mjólkursamlaginu í Búðardal
3. Sauðfjársæðingarstöð Vesturlands
4. Starfsmaður Lawson Lea sauðfjárkynbótabús á Nýja-Sjálandi
Fjórir staðir sem ég hef búið á um ævina:
1. Ásgarður í Hvammssveit
2. Heimavist FVA á Akranesi
3. Hvanneyri
4. Hér og þar á Nýja-Sjálandi í þrjá mánuði síðasta vetur
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:
Afskaplega lítill bíómyndamaður svo hér er fátt um svör
Fjórir sjónvarpsþættir í uppáhaldi:
Einnig afskaplega lítill sjónvarpsþáttamaður, oftast það sem er í gangi hverju sinni. Einu sinni var með síðskeggja var í uppáhaldi sem krakki, hef núna lúmskt gaman að afríkuþættinum á miðvikudögum.
Fjórar bækur sem ég hef lesið oftar en einu sinni:
1. Sumardagar
2. Sjálfstætt fólk
3. Pétrísk-íslensk orðabók
4. Ævintýrabækurnar eftir Enid Blyton
Matur sem er í uppáhaldi:
1. Soðinn saltfiskur með kartöflum og mikilli hamsatólg
2. Nýtt saltkjöt með nýjum kartöflum, rófum og jafningi á haustin
3. Soðin blóðmör með jafningi
4. Óhrært skyr með púðursykri og rjóma
Fjórar síður sem ég heimsæki daglega (fyrir utan bloggsíður):
1. mbl.is
2. eyjan.is
3. bondi.is
4. saudfe.is
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
1. Danmörk
2. Nýja-Sjáland
3. Ýmsir staðir innanlands, þó ekki allir landshlutar, fer sjaldan í frí.
Fjórir staðir sem ég myndi vilja vera á núna:
1. Einhversstaðar hressari en með kvef og hálsbólgu
2. Væri gaman að taka eina viku í sauðburði á Nýja-Sjálandi
3. Á þurrum stað, þar sem jörð tekur við rigningarvatni
4. Væri líka gaman að þvælast einhversstaðar um sléttur Afríku
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
1. Sigurður Þór Guðmundsson
2. Axel Kárason
3. Vagn Kristjánsson
4. Óðinn Gíslason
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2008 | 12:52
Ætli ...
... lesendur Viðskiptablaðsins sé mikið að velta þessu hér fyrir sér. En ætli umhverfismál sé rétt flokkun á sauðfjárrækt.
Ég þarf síðan endilega að senda Viðskiptablaðinu uppfærslu á myndagagnagrunni sínum, merkilegt hvað fjölmiðlar finna alltaf ljótar myndir af sauðfé til að setja með fréttum sínum.
Sauðfjárrækt | Breytt s.d. kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.9.2008 | 09:32
Capacent
Fékk rétt í þessu póst frá Capacent Gallup um tóbaksnotkun. Í inngangi hennar var sagt að könnunin tæki rúmlega 20 mínútur. Fyrst var spurt um aldur og kyn, og loks kom spurningin Reykir þú, ég svaraði neitandi og þar með var könnun lokið. Í þessum töluðu orðum eru eftir 15 mínútur af þessum 20.
Yfir og út
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2008 | 15:34
Fréttaflutningur fjölmiðla
Nýsjálenskir bændur ákærðir fyrir vafasama heimaslátrun
Tveir nýsjálenskir bændur á fimmtugsaldri hafa verið ákærðir fyrir ómannúðlega meðferð á dýri eftir að hafa rekið kú í gegn með gaffallyftara.
Kýrin hafði veikst og stóð til að skjóta hana en þá vildi ekki betur til en svo að dýrið drapst ekki af skotinu. Skotfæri voru þá á þrotum svo annar bændanna ók lyftaranum á kúna og stakkst annar hluti gaffals lyftarans í gegnum hana. Þannig hugðist hann flytja dýrið til greftrunar en lögregluþjónn sem mætti honum á þjóðvegi sagðist ekki hafa trúað eigin augum þegar óskapnaðurinn mætti honum og kýrin í þokkabót enn á lífi. Hún var aflífuð hið snarasta og bændurnir ákærðir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Rafraus Eyjólfs
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar