8.9.2008 | 23:40
Af ormum, hveljum og svipudýrum
Annars er ástæða fyrir bloggleysi sennilega almenn leti og sú að ég hef meira en nóg að gera í skóla, félagstörfum og ígripavinnu með. Annars er maður loksins kominn í áhugaverðu fögin og því verður vonandi meira spennandi í skólanum þennan vetur en síðustu 2, þó dvölin í Kívílandi standi uppúr. En þessa stuttönnina er ég í Almennri búfjárrækt, Rekstarhagfræði og greiningu ásamt Dýrafræði hryggleysingja sem er kannski minnst spennandi fagið fyrirfram en þó ekki. Á næstu stuttönn er það svo Sauðfjárrækt, Nytjajurtir og Auðlindahagfræði.
Annars er að félagslífið vonandi að komast í gang hjá nemendum LBHÍ, tími feimni og þess háttar fer að rjátlast af fólki en ég get ekki sagt annað en mér lýtist vel á hinn stóra nýnemahóp skólans þetta haustið.
Ígripavinnan felst svo í áframhaldandi útfærslu á verkefni mínu í sumar, var á fundi í dag þar sem næstu punktar voru mótaðir og það ætti að koma í ljós á næstu dögum hvort BSc verkefni mitt verður tengt búvélakostnaði íslenskra bænda. Tók svo síðast hvítagullsrúntinn um helgina, í bili að sinni, allavega fram í nóvember en játaðist síðan aðra vinnu með fyrrum skólafélaga mínum úti á Skaga við að þjálfa eitt stykki gáfumannalið, sjáum til hvort það skili einhverjum árangri eftir áramót.
En burtséð frá því hafði ég aldrei gert mér grein fyrir því hvað lámarksskráning í skýrsluhaldi gæðastýringar er lítil sbr. við hið almenna kynbótaskýrsluhald en þetta er víst nóg til að hægt sé að rekja uppruna og afdrif allra gripa í hjörðinni á einfaldan og öruggan hátt eins og segir í reglugerð númer 10 frá því ári sem brátt fer að styttast í annan endann.
En ætli ég láti ekki eitthvað vita af mér þegar búið er að slátra, þyrfti samt að reyna eyða meiri tíma í umfjöllun um sauðfjárrækt á þessari síðu eins og ég lofaði einhvern tímann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2008 | 12:02
L&L B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2008 | 18:07
Ferðamenn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.8.2008 | 22:56
Hrekkjavakan 2055
Eins og fram kom í kafla 1.8 getur afrakstur ræktarlands aukist sumstaðar utan hitabeltissvæða við hóflega hlýnun. Í nýlegu yfirliti um áhrif væntanlegra loftslagsbreytinga á landbúnað á Íslandi er meginniðurstaðan sú að þær muni almennt leiða til eflingar landbúnaðar. ... Spár um hlýnandi veðurfar ásamt auknum styrk CO2 í andrúmslofti gefa til kynna uppskeruauka á öllum fóður- og matjurtum sem hér eru nú í ræktun. Nýting jurta sem nú eru á mörkum ræktunarsvæðisins, svo sem belgjurta, vetrarýgresis, vetrarrepju og fóðurnæpna, mun verða öruggari. Nýjar fóðurjurtir svo sem hafrar, hveiti og vetrarkorn munu eiga hér stóraukna möguleika. Nýjar nytjajurtir, svo sem ýmsar káltegundir, grasker, og asíur gætu einnig orðið auðræktaðar fyrir 2050. Búfjárræktin ætti að hagnast á betra fóðri og styttri gjafatíma.
Í ljósi þess að grasker verða auðræktuð og algeng hér um 2050 vænti ég þess að hrekkjavökur verði almennur siður hér, enda erum við eins og Bandríkjamenn en ég mundi allt í einu eftir þessum orðum Uncle Chris frá því í nóvember.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2008 | 21:43
Kreppa
Sauðburður er reyndar löngu búin og fæddust 649 lömb og samkvæmt minni bestu talningu fóru 635 á fjall. Er þetta mun lakari frjósemi en í fyrra og reyndar sú lélegast síðan farið var að færa skýrsluhald á nýja leik í Ásgarði rétt eftir að ég lærði að lesa í hrútaskránni. Eflaust má kenna mörgu um en sennilega má kenna gróðurhúsaáhrifunum um með hinu öfgakennda veðurfari síðasta sumar, fyrst þurrkum og svo óhóflegum rigningum þannig að skilyrði til að lifa úti og safna holdum voru léleg. Síðan gæti náttúrlega verið að ég hafi svona góð áhrif og ærnar saknað mín meðan ég vappaði innan um stallsystur þeirra í Kívílandi í lok desember. Held samt ekki.
Heyskapur er einnig að mestu búinn, þó aðeins eftir að slá há í ágúst, þurrkuðum núna 6500 litla bagga og létum rúlla restina, tæplega 160 rúllur. Var þar gert í tveimur törnum, fyrst 15 ha., svo 22 ha. Gekk þetta ágætlega en að sitja í dráttarvél og raka óslétt frímerki í heilan dag og gott betur er ekki skemmtileg vinna.
Eftir sauðburð má segja að ég hafi átt heima í mjólkurbílnum í 4 vikur, kom svona rétt heim til mín á kvöldin til að sofa og þvo mér en var þess á milli að eltast við hvíta gullið í Breiðafjarðardölum og Vestur-Húnavatnasýslu, held að ég hafi ekið um 10.000 km á þessum fjórum vikum. Nú svo er ég kominn á eyri Hvanna aftur og farinn að vinna þar hjá BV, sit þar og skoða tölur á daginn og reyni að gera eitthvað gáfulegt úr þeim, vona bara að það verði og ég geti þróað þetta út í BSc verkefnið mitt.
Síðan er það að frétta að sennilega hefði ég átt að gera tilraun til að lýsa slímhúðinni í hestinum frá koki til afturenda í prófinu í vor, því sjálfsagt hefði ég álpast til að skrifa einhver gáfuhugtök sem hefðu gefið mér þessa kommu sem uppá vantaði til að ná prófinu en hvað um það ég skemmti þremmenningunum þá bara aftur með misgáfulegum svörum um miðjan ágúst, kennara hafa víst svo gaman af því að fara yfir próf og verkefni.
Svo sagði ég öllu krepputali í tvo heimana í lok júní og keypti bíl í stað þess sem fékk útgefið dánarvottorð í mars. Yngdi upp um 11 ár og keypti bíl á 1650 þús kr., yfirtók lán á honum og allt. Maður verður víst að skulda nóg til vera einhvers metinn í þessu þjóðfélagi, allavega á krepputímum. Hélt mig samt við Toyotuna og fékk mér aðeins dekkblárri lit en á síðasta bíl sem gengur víst undir nafninu Baby-Blue núna í Kívílandi.
Njótið ... þar til næst ... hvenær sem það nú verður ...........
Bloggar | Breytt 6.8.2008 kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2008 | 14:46
Vestlendingur eða hvað ?
Annars vonast ég til þess að þurfa ekki að sjá fleiri svona daga eins var við upphaf sauðburðar síðasta föstudag. Vonast bara til að sumarið sé komið til að vera, allavega fram á haustið.
Fyrir þá sem finnst þetta áhugavert, drífið þá í að sækja um nám í búvísindum við LBHÍ, umsóknarfrestur rennur út 4. júní nk.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.5.2008 | 15:22
Prófatíð
er afskaplega leiðinlegt fyrirbæri, hvað þá á vorin þegar sauðburð og vorverk kalla mun meira á mann en lestur doðranta sem maður hefur trassað allan veturinn.
Það er meir að segja svo að mér finnst mun skemmtilegra að lesa allt annað en námsefnið og merkilegt nokk fann ég ekki svo gamalt Búnaðarrit og fann þar kafla eftir Halldór Pálsson um stefnur í sauðfjárrækt á Íslandi.
Þar segir hann frá því að á Ráðunautafundi 1977 hafi einn ungur maður haldið því fram að íslenska féð hefði verið kynbætt svo mikið síðustu 30-40 árin m.t.t. vaxtarlags og kjötgæða að nú væri svo lítill gæðamunur á I verðlauna og III verðlauna hrútum, að varla væri ástæða til þess að leggja í þann kostnað sem hrútasýningum fylgdi til að bæta kjötgæði meira en orðið væri. Ennfremur segir Halldór að þó þessi skoðun nyti ekki meirihlutafylgis þá var það samt auðheyrt að yngri kandídatar sem lært höfðu hóperfðafræði lögðu lítið upp úr útlistdómum á sýningum og töldu að vært tæki að vinna að öðrum kynbótum en á þeim eiginleikum, sem illu eða góðu væri hægt að koma upplýsingum um í tölvu. Svo hnykkir Halldór aftan við GEFI MENN SÉR TÍMA TIL MÁ KOMA FLESTU Í TÖLVU.
Eitt er allavega víst að íslenska féð hefur breyst mikið frá því 1977 og þar spila möguleikar tölvuheimsins stóran þátt en á það kannski eftir að breytast enn meira með hjálp tölvutækninnar eða þarf maður kannski að ýta á bremsuna og stunda meiri hugsjónarækt eins og fjárræktarmenn fyrir tölvuöld gerðu. Á tölvan jafnvel eftir að taka yfirhöndina af okkur mönnunum í framtíðinni?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.4.2008 | 11:32
Skriðfinnur Finni
Óska öllum gleðilegs sumars og vona að það sé komið. Væri nú alveg eftir yfirvaldinu að skella einu norðanskoti á í byrjun sauðburðar.
Hins vegar er Fimbulfamb gott og skemmtilegt spil til að lyfta sér upp úr námsbókunum. Í gær kom orðið Skirðfinnur fyrir og það merkir finnskur skíðamaður og merkilegt nokk það er skráð svo í íslenskri orðabók menningarsjóðs. Mér þætti nú gaman að vita ef einhver gæti skýrt þessa merkingu út fyrir mér því ég hef aldrei heyrt talað um Skriðfinn Finna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.4.2008 | 23:06
Afdrif köfnunarefnissambanda í meltingarvegi jórturdýra
er það viðfangsefni sem heldur mér við lestur námsbóka þessa dagana og er ekki ýkja spennandi en betra en margt annað.
Held bara að vorið sé á næsta leiti hérna megin hnattar og ég er nú hálfpartinn farinn að bíða eftir því þó ég hafi verið búinn að fá mig fullsaddan af sumarhitum í lok janúar. Fékk póst að utan þar sem fólkið á sauðfjárbúinu sagði mér frá hrakförum sínum við nágranna sína en þeir hentu garðúrgangi yfir girðingu þar sem voru veturgamlar ær voru. Auðvitað voru þær forvitnar og fóru í hann, en hann innihélt eitraða plöntu og átta drápust og fleiri veiktust en þeim var ráðlagt að ormahreinsa þær með köldu TE til lækninga en ég veit ekki hvort það bar árangur.
Ég sendi súkkulaðiætunni Tony Miles á kúabúinu Síríus Konsum suðusúkkulaði og merkilegt nokk var það ekki endursent til Íslands eins og kom fyrir jólapakkann hans Ulrichs frá Austurríki í desember af því hann innihélt ólöglega jólatrésgrein úr Ölpunum. Í óspurðum fréttum stóðst íslenska súkkulaði vel undir væntingum og því getur Nói Síríus farið að hugsa um útflutning og keppt þar með við nýsjálenska súkkulaðirisann Cadbury.
Hrósið að þessu sinni fær RÚV fyrir að flytja Shaun the Sheep á betri sýningartíma en lastið fær Bónus fyrir blanda EuroShopper á gosdrykkjamarkað hér, þvílíkur viðbjóður.
Þeir mega nú fá hrós fyrir nýju Bónus/Mjólku súrmjólkina sem er sennilega framleidd úr MS mjólk, veit samt ekkert hvernig staða þessa fyrirtækis er í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.4.2008 | 14:22
Vopnaburður
Ákærður fyrir að nota broddgölt sem vopn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Rafraus Eyjólfs
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar