Á mánudagskveldi

Best að skrifa nokkrar línur hér svona til að koma sérhæfðum sauðfjárræktarfróðleik neðar á síðuna. Héðan er allt gott að frétta, veðrið svipað og fyrri daginn, semsagt ekkert, þó er heldur farið að hlýna. Er enn á því að maður fái sjokk við að koma í vind á Íslandi í maí, maður er orðinn svo óvanur því að Kári geri svo mikið sem blása á mann.

Fékk sendingu í dag með Hvanneyringum sem hér er á fundahaldi vegna NOVA, alltaf gott að fá íslenskt kaffi, þó það sjálfsagt lítið íslenskt við það nema kannski umbúðirnar, hráefnið kemur úr öðrum heimshluta en er margfalt bragðbetra en það sem Norðmenn hafa uppá að bjóða. Skil ekkert í þessari kaffimenningu þeirra.

Af námi er bara allt bærilegt að frétta, útkoman úr janúarkúrsinum Theory and Application of Inbreeding Management var að koma fyrst í hús í dag, B þar á ferð, sáttur með það, enda á maður ávallt að vera sáttur með B og hafa það sem fyrsta valkost þegar slíkt er í boði.

Ekki tókst mér að skafa flórinn nógu vel fyrir föstudagsmorgun, en ég held að allir hafi verið í þeirri stöðu, fer ekki ofan af því að þetta er einkennilegur áfangi, upplýsingaöflun mín hefur hingað til verið á formi gamalla skjala og verkefna sem ég veit ekki hvort eru réttar eða traustar upplýsingar. Semsagt mjög óvönduð vinnubrögð að mínu mati en ég veit fyrir víst að heimamenn telja þetta í lagi, á stundum finnst mér gæði námsins ekki vera uppá það besta, allavega voru kröfurnar stundum meiri á Hvanneyri sem staðfestir bara gæðastimpil námsins þar.

Meðal annars rakst ég á meðfylgjandi mynd í einni af gömlu kraftbendilssýningunum sem við getum skoðað, veit ekki hvernig hún stemmir eða tengist norskum nautgripum, einhverjar hugmyndir?

Á mánudagskveldi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 37425

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband