Búðardalur, Kosov og Ås

Best að skrifa nokkrar línur hér inn, lífið gengur sinn vanagang, snjórinn minnkar með hverjum deginum, hitinn hækkar heldur og fuglasöngurinn eykst, bendir allt til þess að vorið sé á næsta leiti.

Fór á ágætis fræðslufund um Island, EU og Norge hjá norsku nei TIL EU samtökunum á mánudaginn. Þar var aðalræðumaðurinn formaður þeirra Heming Olaussen. Inntakið í erindi hans var gott og ég held barasta að andstaða mín við þennan spillta klúbb eins og ég hef svo oft nefnt hér á þessari síðu aukist. Meðal annars varpaði hann fram þeirri spurningu hvort ESB væri ekki núverandi leið Þjóðverja til að ná yfirráðum yfir Evrópu eftir að það mistókst í seinni heimsstyrjöldinni. Gæti bara verið heilmikið til í þessu og ég er lítið gefinn fyrir svona heimsvaldabrölt sumra þjóða.

Að ég tali nú ekki um samlíkingu þá sem margir ESB sinnar á Íslandi nota að ESB sé í raun stærsta kaupfélag í heimi, það vita allir að flest kaupfélögin á Íslandi fóru á hausinn og jafnframt SÍS sem var höfuðið yfir þeim, þannig að spurningin er hvort gjaldþrotahrinan innan ESB sé ekki bara byrjuð. Annars finnst mér þetta slæm samlíking hjá ESB sinnum og ef þetta á að vera raunin vil ég beina viðskiptum mínum í eitthvað annað og betra kaupfélag. Einnig er ég undrandi á því að menn haldi alltaf að sérsamningar séu í boði hjá þessu ESB kaupfélagi, sannast best hér gamla máltækið: „Ef þú færð það ekki í kaupfélaginu, þá þarftu það ekki" tel ólíkt að þeir verði með sérvöruúrval (sérsamning) fyrir 0,1% af íbúum þess.

Hvað um ESB, skrapp með Ragnari og Hauk í gær að Nannestad eða nágrenni þess þar sem Óðinn nokkur Gíslason réði sig í vinnu fyrir skemmstu. Virtist hann bara hafa það bærilegt og bóndinn hress sem hann vinnur hjá. Mér leist þó ekkert á túnin þarna, held jafnvel að brekkurnar sem ég komst í kynni við í Eyjafirði séu bara nánast láréttar í samanburði við það sem ég sá þarna. Held allavega að borgi sig ekki að vera lofthræddur í vélavinnu á þessum stað.

Svo ég skýri út titilinn þá hef ég undanfarin ár farið í klippingu í Búðardal en datt í  hug að líta til rakarans í Ås áðan, svona til að snyrta aðeins á mér toppstykkið, auðveldara fyrir námsefnið að komast inn. Rakarinn var hins vegar frá Kosovo sem kom sér vel, töluðum hvorugur góða norsku. Hún var hins vegar ekki gefins klippingin, 349 norskar eða rétt rúmar 7500 íslenskar. Held barasta að sé best að fá sér fjárklippur næst get þó huggaði mig við það að ég fékk afsláttarkort þannig að í hvert skipti sem ég kem fæ ég fría kókdós og pizzu í fimmta hvert skipti, tel samt ólíklegt að ég fari svo oft að ég nái því.

En vitið þið hvað ... þegar ég var að kyngja kókinu kom í ljós að um sænskt kók var að ræða, það má greinilega ekki tapa á þessari klippingu .....................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frétti dálítið merkilegt í dag í sambandi við þessi tún, þau eru friðuð þetta eru menningarminjar. Ég er ekki að grínast þetta er hreinasatt. Björg kona Eivinds sem Haukur vinnur hjá var að fræða hann á þessu í dag.

Sigga Júlla (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 21:08

2 identicon

Vá, það er dýrt að fara í klippingu, og við erum að tala um einfalda herraklippingu hér. skemmtileg samlíkingin við kaupfélagið :)

kvitti kvitt.  Hildur Dagbjört

Hildur Dagbjört (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 11:30

3 identicon

Eg er nokkud viss um ad eg gæti bent ther a odyrari klippingu!!

Gunna (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 37429

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband