Sannspár?

Ég fann nú ekkert á mér á þriðjudaginn að eldgos væri í vændum þegar ég sló því fram í gamni hér á blogginu, kom því skemmtilega á óvart að sjá fréttir um eldgos væri hafið eða að hefjast þegar ég vaknaði á miðvikudagsmorgun. Tek hins vegar fram að hugur minn er hjá fólkinu umhverfis Eyjafjallajökul sem þurfa að berjast við vatnsflóð og öskufall. En Íslendingar hafa hingað til þurft að berjast við náttúruöflin og þeim tekst það líkt og þeir hafa þurft að gera gegnum aldirnar. Hins vegar þarf restin af Evrópu eitthvað að meta stöðuna aftur, sérstaklega þeir sem halda að hægt sé að stoppa eldgos með því að ýta á takka.

Síðan er ég nokkuð viss um að silfurgráa slikjan sem vel má greina á nokkur bílum hér í Ås sé aska úr Eyjafjallajökli. Hvað sem segja má um þetta gos þá er held ég að þegar Katla vaknar næst þá verði hamfarir og ekkert í líkingu við það sem menn hafa séð síðustu daga. Einnig held ég að ekki sé langt þar til hún rumskar eða „bryddi á Barða" eins og þjóðsaga segi, hámark tvö ár.

Af fréttaflutning að dæma í erlendum fjölmiðlum er greinilegt að mannveran er orðin of góðu vön varðandi samgöngur og plan B virðist aldrei vera til staðar þegar á reynir. Hugsa að flestir hugmyndafræðingar þurfi aðeins að endurskipuleggja sín plön því ég er nokkuð viss um að öll plön geta hrunið nánast fyrirvaralaust. Íslendingar þekkja það best á bankakerfinu, það voru hamfarir af mannavöldum. Þetta nefni ég því ég er þess fullviss að ESB eins og við þekkjum það í dag hrinur einn daginn, bara svona til að koma andstöðu minni við það apparat á framfæri.

Vona síðan að ríkisstjórn Íslands hætti öllu þessu fjáraustri í vitlausa Evrópustefnu og noti peningana í uppbyggingu vegna tjóns af þeim hamförum sem nú ganga yfir. Það er mun gáfulegri fjárfesting en senda peningana til Brussel. Er þess fullviss að ef þjóðin væri núna í ESB fengist ekki svo mikið sem ein króna úr sjóðum ESB vegna náttúruhamfara, þetta væri eitthvað sem við yrðum sjálf að sjá um.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 37376

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband