Niður og upp

Það er víst heillangur tími síðan ég skrifaði hér síðasta og dvölin hér úti farin að styttast í annan endann í þessari lotu, á flug heim 15. maí nk. En hingað út aftur í byrjun ágúst til að taka síðasta áfangann sem ég tek og byrja á lokaverkefninu sem mér fróðari menn segja að mætti alveg gera að doktorsverkefni, en ég stefni ekki svo hátt að svo stöddu. En í þessu verkefni ætla ég á einfaldan hátt að reikna út hvernig best er hátta ræktunarstarfinu í íslenskri sauðfjárrækt næstu tuttugu árin.

Hvað um það, hér komið vor og bændur farnir að keppast við að bera á, plægja, sá og fleira í þeim dúr. Einnig keppast þeir við að bera skarn á hól og er eiginlega stöðug umferð gegnum Ás með stóra haugdalla og tilheyrandi peningalykt og sulli við helstu hraðahindranir. En ég get ekki séð að fólk kippi sér mikið upp við þetta, finnst þetta í hæsta máta eðlilegt, annað en íbúar höfuðborgarsvæðisins sem gera úlfalda úr mýflugu þegar bændur á Kjalarnesinu fara í sömu verk, fólk færist alltaf fjær sínum raunveruleika sem það ætti að halda sig í.

Síðan voru rektorskosningar hér við skólann í vikunni, já nemendur og starfsfólk kýs rektor, menntamálráðherra Norðmanna hefur ekkert um það að segja líkt íslenska kerfið byggir á. Kjörsókn var bærileg hjá starfsfólki en skammarlega lítil hjá nemendum, rétt rúm 20% þeirra sem greiddu atkvæði. Reyndar greiddi ég ekki atkvæði í fyrri umferðinni en gerði það í þeirri seinni. Segir manni bara það hvað ungt fólk er alveg sama um ýmislegt og auðvelt væri að fá það til kjósa bara það sem því er sagt að gera líkt og ég held að raunin sé hjá fjölda ungs fólks á Íslandi.

Annars hafa nokkrir nemendur hér spurt mig um eldgosið og finnst þetta alveg magnað fyrirbæri, sérstaklega þeir sem koma frá fjarlægum löndum og þekkja ekki til svona hluta. Allavega tjáði sessunautur minn í öðru tölfræðiáfanganum frá Kenýa mér að margir hefðu orðið fyrir búsifjum þar því ekki hefði verið hægt að koma blómum á markað með flugi þar sem þau gefa meiri tekjur en í heimalandinu og jafnvel þann litla hagnað sem kann að myndast af ræktun þeirra. En ég fór að velta því fyrir mér eitt kvöldið þar sem mikið hefur verið af stórum jarðskjálftum upp á síðkastið og sumir á svæðum þar sem flekar ganga undir annan, hvort jarðvísindamenn hafi einhvern tímann reynt að meta alla þessa kraft í einu samhengi, því það sem fer niður á einum stað hlýtur að koma upp annars staðar, ekki verður öll þessi kvika til af sjálfu sér, spyr sá sem ekki veit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband