Russefest

Apríl senn á enda og ekki get ég kvartað yfir að tíminn gangi á hraða snigilsins. Flestar kennslustundir að verða búnar og prófin á næsta leiti eins og ég margoft hefur komið fram áður. Allavega gekk ég frá fyrsta masterssamning í dag sem skila þarf fyrir 15. maí og get því byrjað að vinna í verkefninu fljótlega eftir að ég kem hingað aftur í ágúst, verður sjálfsagt „rosa gaman" að fara vinna við forritun, allavega skildist mér að lokaútreikningar verði gerið inní Osló í einhverju tölvuveri og tekur víst einhverja daga fyrir tölvuverið að reikna. Bara svona til að gefa vísbendingu um stærðargráðuna.

Annars fékk ég merkilegt SMS í vikunni frá vinum mínum í SiÅs sem klúðruðu öll varðandi húsnæðisumsókn mína í haust en skeytið var á þá leið að greiðsluseðill (purrefaktura) hefði verði sendur í póstboxið mitt og síðasti séns til að borga væri 4. maí. Þar sem ég vissi ekki til að ég skuldaði þessu fyrirtæki neitt og þess heldur hef ég ekkert pósthólf hjá þeim, kom ég við á skrifstofu þeirra í dag til að kanna hvað hér væri á seiði. Gekk sú heimsókn ágætlega án þess að til átaka eða rifrilda kæmi og fannst skýring á þessu, merkilegast fannst mér samt að konan þar þekkti mig frá því í haust og mundi allt um mín mál og þá trúlega klúður SiÅs, ég hlýt bara að vera svona eftirminnilegur.

Lá misskilningurinn í að ég var á listi yfir þá sem hefði fengið sæng og diska eða svokallað startpakka í haust og ætti eftir að borga hann. Aldrei fékk ég slíkt og trúði hún mér alveg án þess að vera gera vesen úr þessu og ætlaði að fella skuldina niður. Held að þetta sé ekki einsdæmi hjá þessu blessaða fyrirtæki því ég er alltaf að heyra einhverjar sögur á þessa leið. Velti bara fyrir hvort það séu álög á nemendagörðum og starfsmönnum þar að klúðra hlutum því þetta minnir mig mikið á vísitöluklúðri sem við börðumst við að fá leiðrétt síðasta vetur á Hvanneyri.

En að öðru, þegar ég var leiðinni í skólann fyrir viku síðan fór ég að velta fyrir af hverju svona margir af þeim sem eru í framhaldsskólanum hér í Ási væru klæddir í rauðar smekkbuxur með ýmis konar skrauti. Komst svo að því að þetta er dimmitering þeirra Norðmanna eða „Russefest" og stendur mun lengur en sú íslenska, meir og minna yfir allan prófatímann hjá þeim hörðustu hér, eins gáfulegt og það nú er. Síðan fá þau einhvern með bílpróf til að rúta um með sig á þar til gerðum Russebílnum sem eru rauðir líkt og smekkbuxurnar. Mæti þó nokkrum russum í morgun á leiðinni í skólann en ég labba framhjá framhaldsskólanum á leiðinni og þegar ég kom við í matvörubúðinni voru flestir að kaupa þennan týpíska partýmat eða pizzu, snakk og BJÓR og nóg af honum. Datt síðan inná síðu sem selur föt fyrir russa og ég segi nú bara, hvað er ekki til þarna.

Síðan velti ég fyrir mér hvaðan þeirri hugmynd skaut niður í kollinn á Samfylkingunni að fara taka upp lurkakyndingu á köldum svæðum Íslands sem ekki njóta hitaveitu í nýrri byggðaáætlun. Hvar ætla þeir að fá allan viðinn til að brenna og svo ég tali nú ekki um þær breytingar sem þarf að gera á húsum til að koma fyrir strompi ... ég held stundum að eitthvað vanti milli eyrnanna á þessum skrifstofupésum sem setja svona á blað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

kvitt kvitt Gangi þér vel í prófunum :)

Anna Lóa (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 37376

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband