Getraun

Ekki get ég nú sagt að það sé mjög gaman að lesa undir próf í plöntulífeðlisfræði er þó búinn að hafa mig í gegnum námsefnið einu sinni sem er nú afrek út af fyrir sig þar ég held að þetta sé mest óspennandi fag sem ég hef komist í, á átján ára skólagöngu minni.

Hvað um það, ég hef ákveðið að skjóta hér öðru hvoru inn fróðleik um íslenska sauðfjárrækt sem finna má mikið um í ýmsum gömlum ritum, s.s. Búnaðarritun, mun skemmtilegra að grúska í því út á bókasafni í prófaundirbúningi en nokkurn tíma því sem maður á að vera lesa það sinnið. Í fyrsta skiptið ætla ég að standa fyrir smá getraun og er þetta í raun stofn úr spurningu í Viskukúnni fyrir þremur árum. Þannig var að fyrir rúmum hundrað árum ferðuðust tveir bræður um Ísland og skoðuðu sauðfé og lýstu því, annar hét Hallgrímur Þorbergsson og mig minnir að hinn hafi heitið Jón og voru þeir úr Suður-Þingeyjarsýslu.

Getraunin að þessu sinn er hins hvar á landinu lýstu þeir sérstökum stofni með eftirfarandi orðum:

"langt og grant beinalag og ósamræmi í sköpulagi, hryggur kryppuvaxinn og sterkur, brjóstholið stutt og þröngt, ullin stutt og á mörgu gróf; andlitslitir: svardropótt, hvítt og gult."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Frikkinn

Gæti ímyndað mér norður í Trékyllisvík. ?

Frikkinn, 24.2.2008 kl. 21:05

2 Smámynd: Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Ekki rétt ágiskun.

Eyjólfur Ingvi Bjarnason, 24.2.2008 kl. 21:22

3 identicon

Sæll..

Ekki er þetta einhversstaðar í Eyjafirði?

Mbk,

SRR 

Sveinn Rúnar (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 10:49

4 Smámynd: Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Síðasta ágiskun er á heitu svæði og þarfnast frekari staðsetningar.

Eyjólfur Ingvi Bjarnason, 25.2.2008 kl. 14:20

5 identicon

Sæll..

Ég segi að þetta hafi verið í gamla Saurbæjarhreppnum í Eyjafirði!

Mbk,

SRR 

Sveinn Rúnar (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 14:40

6 identicon

Ég segi Hörgárdal.. Tippa á að þessi spurning hafi verið samin til að gera grín að Vagga....

Einar Kári (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 14:43

7 Smámynd: Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Þetta er hvorki í Saurbæjarhreppi hinum forna eða Hörgárdal svo það komi fram og því þurfa lesendur að staðsetja þetta betur í Eyjafirði.

Eyjólfur Ingvi Bjarnason, 25.2.2008 kl. 15:01

8 identicon

SVARFVAÐARDALUR?

Sveinn Rúnar (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 17:46

9 identicon

Einar, þú ert náttúrulega haugruglaður, í fyrsta lagi væri aldrei hægt að fara þessum orðum um fé úr Hörgárdal þar sem það er eitt það besta á landinu og hefur verið svo í árhundruðir. Í öðru lagi myndi Jolli aldrei gera grín að mér. Ég hef ekkert gert honum, alsaklaus alveg.

Ég er aftur á móti búin að vera að dunda við að pikka inn sögur í tölvuna hjá mér af ýmsu sem skeði á meðan á búfræðinámi stóð og ein af þeim fjallar um ungan sunnlending sem fer í verknám austur í Öxarfjörð og hefur með sér verðlaunakjúkling sem veldur honum síðan töluverðum vandræðum. Ég þarf að senda þér þessa sögu einhverntímann til yfirlestrar.

En Jolli, þetta ljóta fé er úr Svarfaðardal þótt ég hafi í fyrstu haldið að verið væri að lýsa ábúendum dalsins. Ef þú vilt nánara svar myndi ég giska á að það væri frá Þverá.

Mbk

Vaggi 

Vaggi (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 17:55

10 Smámynd: Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Þetta er rétt í síðustu ágiskun Svein og ágiskun Vagga, þetta er lýsing á gamal-eyfirsku kynin eins og það var um 1870. Skv. grein Hallgríms er þetta óblandaða kynferði í Svarfaðardal hjá Hallgr. Halldórssyni á Melum og Árna Runólfssyni á Atlastöðum. Segir í greininni "Árni kvað sitt fé mjólk mikið (60 pt. ærin) og má það vera, því ekki hafði það útlit fyrir að safna góðu kjöti þótt það væri stórt."

Eyjólfur Ingvi Bjarnason, 25.2.2008 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband