Bíllinn minn ...

... fékk útgefið dánarvottorð af bilanagreiningu Toyota í dag sem ég á bara eftir að kvitta undir. Gallinn er bara sá að ég á ekki pening til kaupa nýjan bíl eins og er eftir utanlandsferð og tölvukaup. Bíð samt með eftirvæntingu eftir námslánunum, þarf að tileinka mér fátæklegan námsmannamat á næstunni sem samanstendur af núðlum og svoleiðis góðgæti í hvert mál.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir

Þú átt alla mína samúð.  Vegna sjálfrennireiðarinnar því fátt er blóðugra, að mínu mati, en að þurfa að punga út fjármunum í slíkt.  Og vegna núðlana því svoleiðis "góðgæti" telst nú varla mönnum bjóðandi.  A.m.k. ekki til langframa.  Þú getur þó huggað þig við það að það styttist í páskafrí sem þýddi, a.m.k á mínum sultarnámsárum, að maður komst heim í matinn hennar mömmu.

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, 12.3.2008 kl. 10:05

2 identicon

Þér er hér með boðið í mat þegar þú verður svangur:) Láttu mig bara vita og ég skal gefa þér tilraunamat (ekki núðlur:))

Kveðja,

  Halla

Halla (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 15:01

3 identicon

Hahaha, gaman að sjá að það eru fleiri námsmenn á sultartímabili. Eini munurinn er sá að hjá mér er það bjór en ekki núðlur sem fara inn fyrir mínar varir;) Hann er allavega ódýrastur hérna í Danaveldinu!

Med venlig hilsen 

      Sigurborg Ósk 

Sigurborg Ósk (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 37424

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband