6.9.2009 | 16:54
Af Noregsdvöl
Nú er maður víst floginn af klakanum og kominn til Noregs, búinn að vera hér í viku og er svona að sættast á þetta allt saman og ætla mér að þrauka í vetur, hvort ég skipti yfir til Íslands seinni veturinn verður svo tíminn bara að leiða í ljós.
Ég er semsagt sestur á skólabekk í Universitetet for miljø- og biovitenskap að Ási í Noregi og markmiðið er að taka master í búvísindum með áherslu á kynbótafræði. Þetta hefur nú ekki gengið þrautalaust fyrir sig allt saman, í fyrsta lagi tókst skólanum hér og húsnæðismiðluninni (SiÅs) að klúðra umsókn minn um húsnæði alveg rækilega þannig að ég var húsnæðislaus þegar ég kom og hef fengið að gista í sófanum hjá heiðursfólkinu Hrafnhildi og Ragnari sem hafa verið hér í námi síðustu tvö ár. Allavega leist mér engan veginn á bráðabirgðahúsnæðið sem mér var boðið, það var í Molla sem ein af byggingum Pentagon og voru tvær kojur í herbergi og sameiginlegt eldhús, frekar sjabbý allt saman og ekki fyrir mig að dvelja þar.
En nú hillir undir húsnæði, búinn að skoða ýmislegt á einkamarkaðinum hér og fann loksins íbúð sem er ekkert of langt frá (ca. 2 km) og ætla að taka hana. Það kostar þó að ég þarf að finna mér meðleigjanda því hún er það stór fyrir mig einann en þetta er kjallaraíbúð (með öllum húsgögnum) og á efri hæðinni býr ein gömlu kona. Ætla að flytja þangað á morgun en leigan á þessari íbúð er 5000 NKR sem eru alltof margar íslenskar krónur, þar sem gjaldmiðillinn okkar á við einhverja pest að etja þessa stundina.
Síðan er ég búinn að taka þá ákvörðun að taka bara hæfilega margar einingar fram að jólum, ætla að taka 2 masterskúrsa og 1 grunnkúrs til að skilja betur annan masterskúrsinn. Svo er ég að hugsa um að smygla mér með í norsku þó skólakerfið hér segi að allt sé fullt, hér þarf maður sjálfur að passa uppá skrá sig í rétta áfanga. Fór í einn tíma í HFX251 sem er á norsku og ég legg ekki í hann að svo stöddu, námsmatið þar var 40% hópverkefni og 60% munnlegt próf í lokin, held sé betra að ná smá grunni í norsku fyrst.
Þannig að þetta eru áfangarnir sem ég ætla að reyna við í haust:
HFA301 Calculation of Breeding Value
HFA303 Biological Aspects of Animal Breeding
MATH131 Linear algebra
Ætli ég láti þetta ekki nægja að sinni, veðrið er búið að vera gott í dag og vona ég að svo verði áfram því hér rigndi nánast alla vikuna og það er ekkert eðlilegt hvað getur rignt hér, held að Hvanneyri sé bara hátíð miðað við Ás. Læt heyra í mér fljótlega aftur !
Um bloggið
Rafraus Eyjólfs
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það er þetta með að vita hvað maður hafði þegar það er liðið/farið - nei þú kemur aftur tvíefldur og norskunni ríkari, trúi ég
Gangi þér allt í haginn
edda (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 17:14
Sæll Eyjólfur, þú verður ekki í vandræðum með að ná norskunni - verður altalandi um jól. Slæmt að þú skulir ekki komast á stúdentagarð - það er amk ódýrara trúi ég. En hafðu það gott og mundu að nám er vinna:)
Kristján Gíslason (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 19:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.