Tímarit punktur is

Á www.timarit.is kennir ýmissa grasa. Þar sem ég nennti ekki að læra í dag ákvað ég að prenta upp framhald af þessari bloggfærslu um val á brundhrútum.
 

Úr ritinu Bóndi 3. blað 28. dag febrúarmánaðar 1851

FÁEINAR RELGUR UM FJÁRHÚSABYGGINU OG SAUÐFJÁRRÆKT

~3. grein um uppeldi og meðferð á hrútum~

Húsnæði skulu menn vanda sem best handa brundhrútum; og á það að vera rúmgott, þurrt og rakalaust, og heldur kalt en heitt. Brundhrúta skulu menn taka snemma inn á haustin og ekki seinna, þótt fullorðnir séu, en í 3. viku vetrar, og séu þeir ekki látnir út úr því, þá þarf ekki að sauma fyrir þá. Þegar saumað er fyrir hrúta og þeir svo látnir ganga með ánum langt fram á jólaföstu, eða fram undir jól, þá verða þeir kviðlausir, og geta svo ekki tekið eldinu, þegar farið er að gefa þeim, því þegar ærnar fara að beiða, stendur hvað yfir öðru allan daginn, en heldur sér ekki að jörðunni, og kemur svo hungrað heim að kvöldi, og er það auðsjáanlega illt bæði fyrir hrútana og ærnar, og þegar svo er farið að með brundhrútana, má nærri geta, hversu þeir verði ónýtir til undaneldis. Brundhrútum skal velja kjarngott hey, grænt og snemmslegið, og ætti það að vera taða, eða þá töðugæft úthey; ekki má gefa þeim sjaldnar en kvöld og morgna, og brynna skal þeim á degi hverjum, og er betra að brynna þeim tvisvar á dag, því þá drekka þeir minna í hvert skipti, en éta betur. Svo þeir verði hirtir sem best, þá væri gott að byggja þeim annaðhvort kofa út af fyrir sig nálægt bæ, eða þá, þar sem bæjarhús eru rúmgóð og rakalaus, að króa þá í einhverju þeirra, þar sem ekki er ónæði eða umgangur af mönnum; þess skulu menn gæta, að ætíð sé bjart á þeim, því allur peningur þrífst betur í birtu en myrkri. Sé lambhrútur vel alinn, þá má brúka hann handa 8 eða 10 ám, en þó ekki nema handa einni á dag. Það hafa menn fyrir satt, að stærri lömb komi undan lambhrútum en fullorðnum hrútum, en hitt er líka sannreynt, að undan fullorðnum hrútum kemur harðara fé en undan lambhrútum; og þótt lömbin kunni að vera nokkuð minni borin undan þeim fullorðnu, þá ná þau fullkomnum vexti með aldrinum, ef þau fá gott uppeldi. Til þess að varast alla ættgenga kvilla, væri óhættast að brúka ekki hrút til undaneldis fyrr en hann er á þriðja vetur, því þá eru líkindi til að kvillar séu komnir fram í honum, ef nokkrir eru, svo menn geti þá varast að hafa hann til undaneldis. Ekki má hafa hrút til undaneldis lengur en þangað til hann er 5 vetra. Fullorðnum hrút má ætla 50 ær, sé hann vel alinn, en þó ekki fleiri en 6 á dag. Ekki mega hrútar ganga úti með ánum á daginn um brundtímann, heldur skal hleypa þeim til ánna einu sinni á dag, helst á morgnana. Það er nóg að hleypa til hverri á einu sinni. Margir gefa ánum inni þann daginn, sem þær eru blæsma, og er það bæði betra fyrir ærnar sjálfar, því sjaldan halda þær sér að jörð þann dag, og séu þær úti, koma þær oft óeirð í hitt féð, svo það stendur verr á, og sé ekki staðið yfir ánum, hlaupa þær oft heim að húsi um miðjan dag, og hitt féð eltir þær. Það er líka ætlan manna, að lömbin verði vænni, ef ánum er gefið vel um brundtímann. Þegar brundtíminn er úti, þá má láta fullorðna hrúta ganga úti með ánum á daginn, en gefa skal þeim vel á hverju kvöldi, og hirða þá að öllu eins vel og áður. Þegar svo er farið með fjársauði, sem hér er gjört ráð fyrir, þá má ætla að þeir séu bæði feitir og kviðmiklir, svo að jafnvel fullorðnum ám að konungsnefi. Þess verða menn að gæta vandlega áður en til er hleypt, hvort ekki sé brundmaðkur á hrútum, og sé svo, þá verða menn að nema hann burtu með beittum knífi.

Margt af þessu á við enn þann dag í dag þó sumt þarna samræmist ekki alveg kynbótafræðinni sem slíkri, allavega væri gaman að vita hvort það sé rétt að stærri lömb fæðist undan lambhrútum en öðrum eða þá að komi harðara fé undan fullorðnum hrútum en lambhrútum. Held að hvoru tveggja yrði erfitt að sanna með vísindalegum rökum í dag. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ansi skemmtileg lesning... Margt mjög athyglisvert...

Einar Kári (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 19:41

2 identicon

Segir það sig ekk sjálft að það komi stærri lömb undan fullorðnum hrútum en lambhrútum, þeir eru jú stærri!!!!

Óðinn (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 22:03

3 identicon

Það sem hefur ekki breyst og mun ábyggilega aldrey breytast er að hvergi er jólagleðin jafn fölskvalaus og í hrútastíunni

Jón Ingi (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 00:27

4 identicon

haha, þetta er snilld ! skyldi Lalli hafa lesið þessa speki :)

Inga Dísa (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband