My very good friend

Skólinn sem ég er í státar af hæsta hlutfalli erlendra stúdenta hér í Noregi (um 17%, að jafnaði 8% í norskum skólum). Þetta er náttúrlega bara hið besta mál og mikilvægt að fólk fari til annarra landa að sækja sér menntun, sérstaklega ef komið er frá þriðja heims ríki þar sem mikil þörf er á aukinni menntun.

Það sem ég ætla núna að skrifa um gætu sumir flokkað sem kynþáttafordóma á hæsta stigi og bið ég þá bara um að loka síðunni hið snarasta ef þeir eru viðkvæmir fyrir þess háttar tali. Ég lít ekki á þetta sem kynþáttafordóma, þó ég verði að rita nokkrar línur um þetta. Það er nefnilega einhvern veginn þannig að ég er með fullann vara á mér þegar erlendir stúdentar langt að komnir og örlítið dekkri fara að spjalla við mig og kalla mig góðan vin „My very very good friend".

Sumir eru besta fólk en það sem maður veit ekki er hvernig mismunandi menning sem fólk elst uppí virkar í öðru samfélagi, það sem þeim finnst í lagi finnst mér bara alls ekkert í lagi. Til dæmis var einn í áfanga með mér fyrir jól og spurði mig oftar hjálpar, veitti ég hana góðfúslega upp að vissum mörkum, gerði ekki verkefnin fyrir hann þó mér þætti stundum hann ætlast til þess. Ég mætti honum nokkrum sinnum út á götu og alltaf heilsaði hann mér eins og ég væri langbesti vinur hans. Ég er hins vegar hættur að sjá honum bregða fyrir, grunar að hann sé hættur.

Í öðrum tölfræðiáfanganum mínum er þó nokkuð af útlendingum allastaðar að, Nepal, Eþíópía, Gana, flest öll lönd sem eru langtíburtistan. Ástæða þess að ég rita þetta er sú að ég mætti nokkuð snemma í tíma síðasta föstudag og þá var einn frá Ghana minnir mig mættur og fór að spjalla við mig, sagðist þekkja einn Íslending sem ég man ekki alveg nafnið á. Í gær settist hann síðan við hliðina á mér í tölvutíma og bað um aðstoð sem ég gat veitt eftir bestu getu, þar sem ég var svona skrefi á undan að gera verkefnin, sá að hann var í þó nokkrum vandræðum. Svo ákvað hann að fara þegar um hálftími var eftir af tímanum en tók eftir sem áður góðan tími í að kveðja mig og segja mér að hann væri að fara þangað að gera þetta. Fór ekki fyrr en ég tók í spaðann á honum og hann sagði sjáumst á morgun, góði vinur eða „See you tomorrow, my very good friend". Ég verð nú bara að segja það að mér finnst ég ekkert vera orðinn langbesti vinur með því að hitta manninn tvisvar og tala við hann.

Fyrir svo utan að háttalag þessara manna í frímínútum er mjög sérstakt, sjálfsagt tengt menningu þeirra en fyrir mér væri þetta verðugt rannsóknarefni atferlisfræðinga, bæði hvernig þeir heilsast og ræða saman. Illa sagt? Kannski

En svona er nú viðhorf mitt til þeirra, enda veit maður aldrei hvað þeim finnst sjálfsagt ef maður segir einu sinni já, svo ég passa mig bara á því segja það ekki oft. Efast ekki um að gott er að eiga tengslanet um víða veröld en spurningin er hvað notar maður það mikið, þannig að ég ætla að passa að þróa það ekki of mikið.

Fordómar ... veit ekki

En best að koma sér í tíma, ég má nú ekki svíkja nýja besta vininn minn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hmmm ég lenti nú bara aldrei í þessu, þínir góðu góðu vinir eru sennilega frá öðrum löndum en mínir vinir. Reyndar gæti líka spilað inn í að ég var yfirleitt að biðja vini mína um hjálp en ekki öfugt...

Sigga systir (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband