Af kreppu

Ætli sé ekki kominn tími á bjartsýnisblogg um fjármál þar sem allir blogga neikvætt um efnahagsmál og peningamál þessa dagana, ég nenni því ekki enda er ég búin að loka á þessar leiðindafréttir um að þjóðarskútan sé strönduð og allt sé að fara til fjandans og þar fram eftir götunum. Það er vitað mál að meðan maður hugsar jákvætt þá kemur betri tíð með blóm í haga, mun allavega gera það í sveitinni.
 
Annars er það helst að frétta að skólinn gengur bara sinn vanagang, styttist í próf og þá er víst best að taka fram lærdómsgírinn og standa sig svo maður klári nú þennan skóla í vor, 4 próf í desember og reyndar 3 annarverkefnum enn ólokið en þetta reddast allt fyrir 18. desember og þá ætla ég líka að njóta þess að halda íslensk jól og jafnvel dvelja eitthvað fjárhúsinu og ráðskast með erfðaefni eigin fjár á fjórum fótum.
 
Þó svo að væri nú gott að vera í Kívílandi þá jafnast ekkert á við íslenskan vetur með tilheyrandi myrkri og kulda, sumarhitinn var fínn en bara í temmilegu magni. Næstkomandi mánudag á ég heimboð ásamt nokkrum vel völdum Hvanneyringum á Bessastaði þar sem Ólafur og Dorrit langar að hitta okkur. Þó að ég sé frá stórasta landi í heimi vona ég að ég sé ekki stórasti maður stórasta lands í heimi en hvað um það.
 
Niðurstöður í skýrsluhaldinu eru komnar í hús og er ég bara nokkuð sáttur með þær þó svo að frjósemin síðasta vor hafi verið með sú lakasta frá því ég man eftir mér en allavega 29,6 kg eftir hverja kind og vanhöld með því lægsta sem sést eða 1,75 lömb fædd og 1,72 lömb til nytja. Þeir hrútar sem voru að toppa sem lambafeður í haust eru þeir sömu og gerðu það gott í afkvæmarannsókninni eða Skugga-Sveinn Gránason og Stormur Catson. Hvað mæðraeiginleika varðar er enginn sérstakur toppur en þó standa dætur Hrings alltaf fyrir sínu en hann er einmitt afi Skugga-Sveins svo ég bind vonir við hann sem ærföður eftir nokkur ár.
 
Af erfðaefni kynbótabankans sem fer seint í þrot eða verður þjóðnýttur ætla ég að nýta mér kosti tveggja hrúta þeirra Púka og Prjóns en til að dreifa áhættunni meira hef ég hugsað mér að nota kannski Bramla og Kveik líka, jafnvel Kalda ef ærnar heima sýna viðskiptum við þennan banka áhuga rétt fyrir jól.
 
En best að hætta þessari þvælu í bil og þangað til næst hafið það sem best og munið ... hugsa jákvætt ... það bætir sál og líkama.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já hugsum jákvætt, en það er með "blómin" ætili þau láti ekki bíða eftir sér eitthvað fram á vorið.  Já og nú er það bara spurningin næstu daga hvernig gengur með hrútana, hvort þeir þurfa "viagra" eða eitthvað ennþá betra.

Torfi Bergs (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 15:08

2 Smámynd: Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Við skulum bara vona að þeir geti þetta sjálfir og lýtist nógu vel á ærnar sem eru á stöðinni ... annars verði þið bara að dansa fyrir þá og kanna hvort það virkar

Eyjólfur Ingvi Bjarnason, 30.11.2008 kl. 17:07

3 identicon

Ég held það þurfi nú einhvern betri dansara en þeir sem eru á hrútastöðinni... annars hefur nú ekki verið prófuð þessi aðferð svo ég viti.

Torfi Bergsson (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 20:49

4 identicon

Hvernig er það ætlarðu ekki að nota Dökkva? Mér líst svo ægilega vel á hann! En já það er satt, jákvætt hugarfar og bjartsýni skiptir öllu máli og þess vegna ætla ég að trúa því statt og stöðugt að ég nái bæði ritgerðinni og öllum prófunum, þá hlýtur það að gerast. Gangi þér vel með skólann, kær kveðja úr baráttunni í Noregi

Sigga systir (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 17:51

5 Smámynd: Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Heyrðu ... ég á svartan kynbótahrút undan Grána sem ég kýs að nota frekar og svo var Bifur faðir Dökkva bara ekki að standa sig í Ásgarði ... þannig að áhugi minn á Dökkva er mjög takmarkaður.

Eyjólfur Ingvi Bjarnason, 2.12.2008 kl. 18:57

6 identicon

mjög gott hrútaval, líst vel á það! Sjálf valdi ég einmitt alveg sömu hrúta á Tannstaðabakka (fyrir utan Kalda), alveg þangað til móðir mín fór að lýsa yfir sínum skoðunum og ég neyddist til að skipta Bramla úr fyrir Yl.

Eyrún Ösp (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rafraus Eyjólfs

Höfundur

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Í námi við Universitetet for miljø- og biovitenskap.

E-mail: eyjolfuringvi(hjá)gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband